144. löggjafarþing — 125. fundur,  9. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[15:29]
Horfa

Frsm. minni hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég þakka forseta fyrir að hafa komið spurningum okkar áleiðis. Það skiptir ákaflega miklu máli að þessum málum verði lent og að það andrúmsloft sem fylgir málunum um losun hafta sé nýtt til að greiða úr öðrum málum. Það er algerlega óásættanlegt að við séum hér og eina dagsetningin sem við vitum um að gildi um lok þessa þings sé upphaf næsta þings. Hæstv. forseti sér auðvitað að það gengur ekki, hvorki fyrir hv. þingmenn né fyrir starfsmenn þingsins. Það er því afar mikilvægt að formenn séu kallaðir til strax og þessum málum sé lent í þeim góða anda sem nú ríkir í kringum stóru haftamálin.