144. löggjafarþing — 125. fundur,  9. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[15:46]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það er óviðunandi að nú, þegar klukkuna vantar korter í fjögur, sé sagt að það sé fundur seinna í dag. Hjá venjulegu fólki er seinna í dag núna, en ekki er hægt að gera ráð fyrir því að þeir sem eru við stjórnvölinn séu eins og venjulegt fólk. Ég vildi samt sem áður óska þess að svo væri. Ég mundi gleðjast yfir því ef þeir menn sem eru ábyrgir fyrir stjórn landsins, og því sem máli skiptir hér, gætu sagt okkur innan 10 mínútna hvenær þessi fundur verður haldinn.