144. löggjafarþing — 125. fundur,  9. júní 2015.

um fundarstjórn.

[20:18]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Frú forseti. Mér virðist sem vandinn liggi í samskiptum stjórnarflokkanna. Svo virðist sem Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, hæstv. ráðherrar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson, geti ekki komið sér saman um hvers konar lista þeir ætla að bera á borð í viðræðum við minni hlutann. Það er auðvitað áhyggjuefni þegar ráðaleysið er algert. En ég tek undir eindregnar óskir um að hér verði ekki haldinn þingfundur fyrr en samkomulag hefur náðst og okkur hér á Alþingi, löggjafarsamkundunni, verði veitt skjól frá þessu ráðaleysi. Það er hlutverk forseta að gæta að virðingu þingsins en ekki að búa til einhvers konar leiktjöld til að hylma yfir ráðaleysi ríkisstjórnarinnar.