144. löggjafarþing — 125. fundur,  9. júní 2015.

um fundarstjórn.

[20:25]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Við vitum öll að það er ekki nóg að halda fund, það þarf að halda fundi. Við vitum það öll. Þá legg ég til, virðulegi forseti, að þessum fundi verði slitið og haldinn verði fundur núna klukkan tíu og ef með þarf verði haldinn annar fundur klukkan tólf og síðan verði haldinn fundur ekki seinna en átta í fyrramálið. Það mætti hugsa sér að halda fund klukkan sjö og svo annan klukkan tíu eða hálf tíu af því við eigum að vera á þingflokksfundi um tíu. Þá er búið að halda fjóra fundi. Þá er kannski komið að því að stjórnarmeirihlutinn geti komið fram með þau mál sem hann vill klára hér fyrir þinglok.

Virðulegi forseti. Það er ekki hægt að nota þetta mikilvæga mál sem við eigum að ræða á morgun til þess að valta yfir stjórnarandstöðuna (Forseti hringir.) og ganga á bak þess sem lofað hefur verið, þ.e. að það lægi fyrir þessa daga hvernig þingstörfum lyki hér í sumar.