144. löggjafarþing — 126. fundur,  10. júní 2015.

orð formanns atvinnuveganefndar.

[13:31]
Horfa

Hjálmar Bogi Hafliðason (F):

Hæstv. forseti. Ég ætla ekki að gera Bakka að umtalsefni. Ég starfa hins vegar sem grunnskólakennari og við beitum þar uppeldisaðferð sem heitir jákvæður agi. Ég er að hugsa um að bjóða mig fram í eitt ár hér til að taka nokkra þingmenn í kennslu í því efni. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) Ég vil hins vegar gera að umtalsefni það að við erum að fara að ræða eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar og hvetja stjórnarandstöðuna til að við gerum það friðsamlega og vel og liggja á því hvaða skoðun við höfum á Jóni Gunnarssyni.