144. löggjafarþing — 130. fundur,  13. júní 2015.

kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

798. mál
[19:07]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Hér er þingið að samþykkja lög sem gera samningsstöðu þeirra sem eru að semja við ríkið nánast ómögulega. Það er verið að þvinga fólk til samninga og segja þeim að fara og semja eins og ríkið vill. Hvers konar samfélag er þetta eiginlega sem við búum í? Þetta eru ólög sem ég get ekki samþykkt. Ríkið hafði mikinn tíma til að koma að borðinu og semja, 24 fundir haldnir, engin niðurstaða. Þeir sem mættu á fundinn höfðu ekkert umboð. Nú er búið að gefa þeim umboð: Gerið þið bara eins og við segjum.