144. löggjafarþing — 139. fundur,  30. júní 2015.

lokafjárlög 2013.

528. mál
[10:53]
Horfa

Frsm. fjárln. (Vigdís Hauksdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég fann nú enga spurningu í þessu andsvari, en því er samt til að svara varðandi lokaorð þingmannsins að líklega er þetta nú í fyrsta sinn sem fráfarandi ríkisstjórn greiðir ekki jáyrði við síðustu fjárlögum sínum í ríkisstjórn. Fjárlaganefnd var á þessum tíma búin að fá til sín þá aðila sem þurfti að fá vegna lokafjárlaga, en á þessum tímapunkti í fyrra hafði brostið á málþóf, ég hef kallað það málæði, og settar voru fram alls konar kröfur og óskir um gesti í þessu tilfelli. Það er því bara þannig að þessir hv. þingmenn sitja uppi með að hafa setið hjá við sín eigin lokafjárlög á því ári sem þeir voru kosnir frá völdum, má segja. Já, ég veit að sannleikurinn er sár, en þetta er nú bara hluti af pólitískum leik.