144. löggjafarþing — 141. fundur,  1. júlí 2015.

athugun á hagkvæmni lestarsamgangna.

101. mál
[13:45]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ef þessi tillaga verður samþykkt hérna, um að athuga annars vegar hagkvæmni lestarsamgangna milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur og hins vegar léttlestakerfis innan höfuðborgarsvæðisins, þá vona ég að þeir sem vinna þessa vinnu taki líka tillit til þeirra breytinga sem eiga sér stað. Tesla-bíllinn er nú þegar 90% sjálfstýrður, Ford ætlar að koma með slíkan bíl 2018 o.s.frv. Um leið og þessi tækni er orðin algild þá tala bílarnir saman og þeir stilla sér upp eins og lest og keyra jafnt af stað þannig að það verður ekki sama umhverfisöngþveiti og þegar menn stoppa og taka af stað í sífellu. Þetta verður að taka inn í myndina. Það er allt í lagi að skoða þennan kost en við verðum að taka þessa tækniþróun inn í myndina og það virðist ekki alltaf vera gert hér á bæ. (Forseti hringir.) Það var ekki gert varðandi farþegaflutninga í atvinnuskyni. Þar sögðu menn (Forseti hringir.) bara: Nei, við tókum ekki tillit til umhverfisins — vegna þess að þeir voru ekkert almennilega (Forseti hringir.) komnir af stað þegar við fórum af stað í vinnuna fyrir sex árum.