145. löggjafarþing — 6. fundur,  15. sept. 2015.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2016.

2. mál
[16:00]
Horfa

Brynhildur S. Björnsdóttir (Bf) (andsvar):

Herra forseti. Það gleður mig að heyra að tryggingagjaldið sé mikilvægur þáttur hjá ríkisstjórn varðandi lækkun en mig langar að segja að einmitt vegna niðurstöðu kjarasamninga skiptir máli fyrir atvinnurekendur að fá eitthvert mótvægi. Ef lítil fyrirtæki sérstaklega eiga að geta haldið áfram að ráða fólk er mikilvægt, og einkum með þessum kjarasamningum, að verið sé að huga að einhverju mótvægi.