145. löggjafarþing — 9. fundur,  21. sept. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[16:38]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka fyrir þessa spurningu. Það er náttúrlega kjarni málsins hvort Þróunarsamvinnustofnun eigi að vera pólitísk stofnun eður ei. Mér finnst að svo sé ekki, ekki frekar en að Námsgagnastofnun eigi að vera pólitísk.

Þetta er ekki spurning um rautt eða blátt, þetta er spurning um hvernig beri að hjálpa fólki. Þetta er spurning um það að fólk er að mennta sig í þessu. Ég er hrædd um atgervisflótta, það er nú nógu mikill atgervisflótti sem á sér stað á Íslandi nú til dags, það að við séum að fæla hámenntað fólk í burtu einfaldlega vegna þess að við erum að þjappa öllum störfunum saman í eitt starf. Það er ekkert gott.

Þarna erum við líka að taka í burtu ákveðna valddreifingu sem mér finnst mjög mikilvæg. Mér finnst mjög mikilvægt að þessi stofnun nái að halda flokkspólitísku hlutverki, mér finnst það eiginlega nauðsynlegt.