145. löggjafarþing — 10. fundur,  22. sept. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[16:00]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Forseti. Ef svo væri, þá væri það mjög varasöm braut og alls ekki má fara inn á þær brautir. En hættan er vissulega meiri vegna þess að í ráðuneytinu sjálfu ertu miklu nær viðskiptunum en þegar þú ert í Þróunarsamvinnustofnuninni, sem er svona armslengd frá. Annars finnst mér þetta orð armslengd svo leiðinlegt að ég er alltaf að reyna að finna nýtt, hef ekki fundið það.

Ég held að það hafi verið fyrir allmörgum árum lenska í allri svona þróunarsamvinnu, ekki bara hér, ég held að það hafi verið lenska alls staðar einmitt í þessu að það sem var greitt til þróunarsamvinnu færi örugglega til innlendra, ef svo má orða það, fyrirtækja, til fyrirtækja eða þeirra sem legðu til peningana. Það eru nokkuð mörg ár síðan, en þá var þetta lenska. Það er alveg búið að afskrifa þetta í þessum fræðum, þetta á ekki við. Framlögin sem lögð eru til þar, það á allt að vera á forsendum þeirra sem fá eða veitt er til en alls ekki á forsendum þeirra sem láta af hendi rakna, þannig að það ber að gera allt sem hægt er til að forðast að það verði á nokkurn hátt á þann veg.