145. löggjafarþing — 17. fundur,  7. okt. 2015.

beiðni um sérstaka umræðu.

[15:07]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Forseti. Líkt og aðrir hv. þingmenn hér á undan mér undrast ég að forsætisráðherra komi ekki til þessarar sérstöku umræðu um verðtrygginguna. Ég man ekki betur en að þetta hafi verið stórmál hjá Framsóknarflokknum og skrýtið að hann geti ekki svarað fyrir það í sérstakri umræðu. Ég undra mig líka á dagskrá þingsins í dag sem er öll um EES-gerðir, eins og einhver segir: ljósrit frá Brussel, og rifja það upp að í fyrra komu engin mál hér fram fyrr en á síðustu vikum þingsins eða alla vega á síðustu mánuðum, og við vorum hérna fram í júlí. Ég vil endilega hvetja hæstv. forseta til að rekið verði á eftir ríkisstjórninni að koma inn með þau mál sem hún ætlar að leggja fram (Forseti hringir.) þannig að þau fái hér þá meðferð sem þeim ber.