145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[16:32]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna. Hv. þingmaður talar um að það sé eins konar falskt öryggi að hafa einkarétt á sölu áfengis í ÁTVR og að við eigum að treysta fólki og fólk verði að kunna með þetta eitur að fara. Við sem þjóðfélag setjum okkur auðvitað fullt af reglum, lögum og siðareglum. Telur hv. þingmaður að það sama eigi við um svo marga aðra hluti sem snúa að heilbrigði og lýðheilsu, segjum bara öryggisbelti í bílum, eru þau þá falskt öryggi? Eigum við þá bara að sleppa þeim? Fólk getur alltaf lent í slysum. Hvar á að draga mörkin? Hvar eigum við að draga mörkin varðandi svokallaða forræðishyggju (Forseti hringir.) ríkisvaldsins?