145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[16:49]
Horfa

Heiða Kristín Helgadóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Eins og ég sagði hérna áðan held ég að þessi salur sé fullfær um að setja lög og reglur um það hvernig þessi sala færi fram þannig að hún væri sem skynsamlegust og eðlilegust. Ég held líka að við getum ekki tekið út fyrir sviga að mannlegt eðli er ekki eitthvert línulegt ferli sem við getum sett upp í excel. Fólk gerir alls konar hluti sem eru mjög furðulegir og meika ekki sens.

Varðandi alla þá sjúkdóma sem hv. þingmaður nefndi skipta margir aðrir þættir þar líka mjög miklu. Ef við ætlum að fara þá leið að setja lög og reglur um alla þá þætti lendum við mjög fljótt í ógöngum. Það eina sem við getum gert sem er ábyrgt af stjórnvaldi að gera er að veita upplýsingar og heilbrigðisþjónustu, félagslega þjónustu og sálfræðiþjónustu, og sjá til þess að fólk geti haft sæmilega í sig og á til þess að hér geti orðið gott og gilt samfélag og (Forseti hringir.) lífsgæði.