145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[18:16]
Horfa

Jóhanna María Sigmundsdóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Steinunni Þóru Árnadóttur fyrir mjög góða ræðu. Hún kom þar með mjög góða punkta.

Árið 2005 voru þjóðir hvattar til þess að mynda sér stefnu í áfengis- og vímuefnamálum. Lokaorðin í þeirri stefnu sem mótuð var hér, sem enn er ósamþykkt, eru:

„Mikilvægt er við alla ákvarðanatöku stjórnvalda er varðar áfengi, ólögleg vímuefni og misnotkun ávana- og fíknilyfja og vefaukandi stera að lýðheilsusjónarmið séu höfð að leiðarljósi ásamt bestu þekkingu á virkum og árangursríkum aðgerðum. Einnig er mikilvægt að virkja allt samfélagið til skilnings og samstöðu um aðgerðir og viðhorf til áfengis og annarra vímugjafa.“

Er hv. þingmaður ekki sammála því, fyrst við ræðum þetta hér, að komin sé tími til að samþykkja þessa stefnu og uppfæra hana um leið þar sem nú eru aðeins fimm ár í að þessi ósamþykkta stefna sem við ákváðum að mynda okkur renni sitt skeið?

Mig langar í seinna andsvari mínu til að spyrja um skilning hv. þingmanns á neysluvöru.