145. löggjafarþing — 21. fundur,  15. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[14:28]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Við setjum okkur auðvitað ákveðnar reglur sem samfélag til þess að hlutirnir gangi fyrir sig með einhverjum hætti. Við erum með umferðarreglur til þess að draga úr skaða, svo dæmi sé tekið. Þegar kemur að neyslu áfengis og við viljum ræða hvernig við drögum sem best úr skaða þá virðast þeir sem ég nefndi hér áðan og starfa innan heilbrigðisþjónustunnar tala um aðgengi að áfengi, því að það sé ekki eins og hver önnur neysluvara, sé leið til að draga úr skaða af völdum áfengisneyslu. Þetta er auðvitað heilmikið reifamál. Það eru ýmsar rannsóknir á þessu og það eru aðrir þættir sem geta haft áhrif á aðgengi.

Hv. þingmaður spyr í raun og veru hvort ég telji það höfuðforsendu að kostnaðurinn af slíkum skaða falli á skattkerfið. Það eru a.m.k. ein rök í málinu en mér finnst líka að við eigum að horfa breiðar á þetta, þ.e. út frá lýðheilsustefnu (Forseti hringir.) og hvernig við getum rekið lýðheilsustefnu, ef við viljum hafa hana, (Forseti hringir.) og hvaða leiðir séu vænlegastar til árangurs í því efni.