145. löggjafarþing — 21. fundur,  15. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[15:26]
Horfa

Páll Valur Björnsson (Bf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég átta mig ekki alveg á spurningunni. (GÞÞ: Fíkinefnabrot.)— Já, fíkniefni eru ólögleg. Ég velti líka fyrir mér hvers vegna við bönnum ekki bara áfengi. (Gripið fram í: Já.) Af hverju ekki? Það væri ekkert smá gott. Það mundi margt breytast við það. En við viljum það ekki einhverra hluta vegna.

Eins og var nefnt hérna áður í ræðu að David Nutt, prófessor frá Bretlandi, hefði verið settur í það af bresku stjórninni að finna út úr ofneyslu eiturlyfja og hvað þau hefðu skaðleg áhrif á samfélagið, en hann komst að því að skaðleg áhrif af völdum eiturlyfjaneyslu voru hverfandi í Bretlandi en áfengisneyslan var aftur á móti að leggja allt í rúst. Þegar hann kom með þessa niðurstöðu til bresku stjórnarinnar þá var honum hent úr starfi af því að það var þvert gegn hagsmunum breskra og sérstaklega skoskra áfengisframleiðenda. Þetta var ekki niðurstaðan sem þeir vildu fá.

En (Forseti hringir.) eiturlyf, við þurfum að fara að skoða hressilega hvernig við ætlum að hafa umgjörðina um þau mál.