145. löggjafarþing — 23. fundur,  20. okt. 2015.

staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni.

229. mál
[14:45]
Horfa

Jóhanna María Sigmundsdóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir. Það er einmitt það sem ég kom inn á, þ.e. aðstoð sem er í boði í dag. Hvernig eigum við, löggjafarvaldið, að ákveða að hjálpa einum einstaklingi fremur en öðrum, að hjálpa konunni sem er með leg í lagi og getur fengið gjafaegg en ekki þeirri sem er ekki með leg í lagi en er með egg í lagi? Hver er munurinn þar á milli? Hvenær á hið siðferðilega að taka yfir í ferlinu?

Jafnvel þótt kona vilji nota gjafaegg frá annarri konu, eignast barn hennar líffræðilega þrátt fyrir blóðskipti og annað, sem hv. þingmaður kom inn á, sem ég kannast ekki alveg við en það getur vel verið rétt, þá þarf hún helst að lýsa sig óhæfa móður um leið og hún færir líffræðilegu móðurinni barnið. Fólk gengur svo langt í þessu og við sjáum dæmi um það.

Telur hv. þingmaður að hægt sé að taka þetta til umræðu í nefndinni um leið og fjallað verður um frumvarpið í heild?