145. löggjafarþing — 33. fundur,  12. nóv. 2015.

stefna og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára.

338. mál
[14:17]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svarið. Ég geri ráð fyrir að farið verði í alla 9. bekki. En hefur þetta einungis verið reynt í Breiðholti? Það var það sem ég var að leita eftir, hvort það hafi verið gert einhvers staðar annars staðar fram til þessa.

Síðan langar mig til að spyrja varðandi Geðheilsustöð Breiðholts. Hún var í fréttunum í sumar varðandi þetta tilraunaverkefni sem skilað hefur góðum árangri eins og raun ber vitni. Fram kom að innlögnum hefði fækkað um 25% og legudögum um 198 á ári. Þar var talað um að fjármuni vantaði til að halda áfram af því að þetta væri jú tilraunaverkefni. Hefur það verið tryggt? Mér skilst að ríkisstjórnin ætli að koma með tillögu sína til 2. umr. fjárlaga 20. nóvember. Megum við þá eiga von á einhverju varðandi þetta plagg sérstaklega?