145. löggjafarþing — 36. fundur,  18. nóv. 2015.

um fundarstjórn.

[15:43]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F):

Virðulegi forseti. Ég vil taka undir með hæstv. forseta varðandi það að hér er hv. þm. Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, og ég vil líka segja að þetta mál hefur fengið mikla umfjöllun í utanríkismálanefnd, bæði þegar það var flutt á síðasta þingi og aftur núna. Ég tek undir með hæstv. forseta varðandi það að þessi umræða fari fram eins og ekkert óeðlilegt er við og hvet hv. þingmenn til að búa sig undir sínar ræður og hygg að þetta verði fróðleg og skemmtileg umræða. Ég treysti því miðað við mælendaskrána. Okkur er ekkert að vanbúnaði að byrja þessa umræðu sem fyrst til þess að sem flestir komist að í dag og er það vel.