145. löggjafarþing — 37. fundur,  19. nóv. 2015.

breyting á tollum og vörugjöldum.

[11:03]
Horfa

Heiða Kristín Helgadóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Ég þakka svarið. Ef ég skil það rétt er ekki verið að vinna að því að lækka virðisaukaskatt á þessar vörur. Þá langar mig að spyrja í framhaldi af því sem hæstv. ráðherra segir: Stóð ekki til, einmitt með því að lækka hærra þrepið og hækka neðra þrepið, að eftir stæði eitt þrep? Hefur ráðherrann breytt um skoðun á því eða er sú vinna í gangi?

Varðandi það hvort þessar vörur gætu orðið til að hjálpa barnafjölskyldum þá held ég að þetta sé nú ein af þeim vörum sem komi til með að gera það hvað mest því þetta er vara sem mæður nota mikið.