145. löggjafarþing — 37. fundur,  19. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[12:32]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Hv. þm. Össur Skarphéðinsson fór ágætlega yfir það hvernig landafræðinni er háttað og hvernig hæstv. ráðherra gæti vel verið hér í dag en einnig sinnt kjördæminu sínu sóma með því að mæta þar á fundi. Það er vel hægt að samtvinna þetta tvennt.

Það er furðulegt, þar sem þetta er nú eiginlega eina mál hæstv. ráðherra, að hann skuli ekki vera hér til að sinna því þegar þingmenn kalla eftir því, sér í lagi í ljósi þess að eftir 1. umr. voru enn þá spurningar sem út af stóðu og þeim fjölgaði í raun bara á hinum skamma tíma sem nefndin fékk að hafa málið til meðferðar. Spurningunum sem ég mundi núna, sem nýr nefndarmaður í utanríkismálanefnd, geta beint til hæstv. ráðherra fjölgaði bara.

Ég vil taka undir það að auðvitað hljótum við að fresta þessum fundi ef hæstv. ráðherra, sem er þó með þetta mál eitt á sinni könnu, getur ekki sýnt þinginu þann sóma að koma hingað og ræða það.