145. löggjafarþing — 39. fundur,  24. nóv. 2015.

viðvera utanríkisráðherra við umræðu um ÞSSÍ.

[15:35]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Það ætti að vera orðið forseta og lýðum ljóst að það er ósk þingmanna að hafa hæstv. utanríkisráðherra við þessa umræðu. Þetta er hans steinfóstur sem honum gengur illa að koma frá sér og situr uppi með, enda er þetta mál algerlega óskiljanlegt. Hæstv. utanríkisráðherra á sér ekki marga vini í þessu máli eins og komið hefur fram. Það er bara einn kjarkmaður, hv. þm. Þorsteinn Sæmundsson, sem lagt hefur í þessa umræðu fyrir foringja sinn. (Gripið fram í.) Það er bara eðlileg krafa okkar þingmanna að umræðan bíði þar til hæstv. utanríkisráðherra treystir sér til og má vera að því að sinna þingskyldum sínum og koma hér til þings. Ég held að hæstv. forseti ætti að hlýða á þingmenn í (Forseti hringir.) þessu máli og virða eðlilega kröfu þeirra um að fresta umræðunni þar til (Forseti hringir.) ráðherra kemur.