145. löggjafarþing — 39. fundur,  24. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[19:19]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég vil benda hæstv. ráðherra á að aðalatriðið er ekki endilega fjöldi umsagna sem hafa komið inn, heldur innihald þeirra og sú þunga gagnrýni sem hefur komið fram í þeim umsögnum og það skiptir máli. Það eru auðvitað ekki góð vinnubrögð að málið hafi verið rifið út eftir einungis tvo daga.

Mér fannst tillaga hv. þingflokksformanns Vinstri grænna mjög góð, að hæstv. ráðherra tæki Jón Gunnarsson sér til fyrirmyndar og tæki þeirri stóru áskorun að feta í fótspor hans og gerast friðarins maður og reyni að leita lausna í málinu, eins og margir hafa þurft að gera, að brjóta odd af oflæti sínu í stórum málum eins og í kerfisáætlun. Sum mál eru það stór að þau eru stærri en eitthvert ráðherraembætti hverju sinni og slíkt mál er núna á dagskrá.