145. löggjafarþing — 40. fundur,  25. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[21:19]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Við í stjórnarandstöðunni erum seinþreytt til vandræða en nú fer að síga verulega í mig og eflaust fleiri vegna þess að hæstv. ráðherra ætlar ekki að sitja undir þessari umræðu. Hann sýndi smálit fyrir kvöldverð og fór málefnalega inn í ýmislegt sem snertir þetta frumvarp og þetta mikla ágreiningsmál. Hann hefði átt að fylgja því eftir og fara í efnisleg andsvör við okkur sem erum með ræður og ræða það sem við værum að fara með ef eitthvað væri ekki rétt og draga úr áhyggjum okkar á ýmsum hlutum sem hér hafa verið tíndir til. Það að hafa ekki meira úthald en þetta til að sitja undir umræðunni ber ekki vott um að ráðherra sé á besta aldri. [Hlátur í þingsal.] Það er eitthvert slen í gangi.