145. löggjafarþing — 41. fundur,  26. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[11:30]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Höfundur og ábyrgðarmaður þessa frumvarps, hæstv. utanríkisráðherra Gunnar Bragi Sveinsson, fjallaði undir þessum dagskrárlið um litla stofnun sem væri verið að færa inn í litla skrifstofu í litlu ráðuneyti. Ég veit ekki af hverju í ósköpunum ég bað um orðið í framhaldi af því og þetta kom upp í hugann:

Við lítinn vog í litlum bæ

er lítið hús.

Í leyni inni í lágum vegg

er lítil mús.

Um litlar stofur læðast hæg

og lítil hjón,

því lágvaxin er litla Gunna

og litli Jón.

Ég eftirlæt þingmönnum það að breyta síðustu tveimur línunum vegna þess að það er mjög auðvelt.