145. löggjafarþing — 45. fundur,  2. des. 2015.

Haf- og vatnarannsóknir.

199. mál
[16:32]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Í máli hæstv. ráðherra kom fram að verið væri að sameina tvær jafn gildar stofnanir. Mér þykir því sérkennilegt að til komi breytingartillaga um að við sameiningu þessara jafn gildu stofnana skuli nafn annarrar stofnunarinnar eiga að ráða för. Ég hefði kosið að breytingartillagan hefði ekki komið fram. Ég áskil mér allan rétt til að sitja hjá við þessa nafnabreytingu. (Gripið fram í: Bara á móti!)