145. löggjafarþing — 49. fundur,  8. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[22:13]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að málið sé þetta: Við ætluðum að binda þetta við að skynsamlegt væri að sveitarfélögin kæmu þar að. Það er víst alveg nóg og við ættum að eyða meiri tíma í að skoða þessa rekstrarþætti hjá ríkinu almennt og skoða þá liði — ég er að reyna að svara mjög hratt á einni mínútu stórum spurningum. Mér finnst það kerfi hins vegar ekki hafa virkað vel þegar maður fór að skoða það. Mér fannst þriðji geirinn augljóslega vera út undan.

Ég styð hv. þingmann í þeirri tillögu sem hún er með. Það er mál sem hún þekkir mjög vel. Ég man ekki nafnið á því, kvennaathvarf á Akureyri — hv. þingmaður veit að stundum er það tilhneiging ráðuneytanna almennt að styrkja opinberu stofnanirnar. Við erum að vísu með sjálfseignarstofnanir, hluta þriðja geirans, með mjög stóra liði. Þriðji geirinn er til dæmis SÁÁ, Krabbameinsfélagið og ýmislegt annað. En mér finnst við ekki vera komin á réttan stað hvað þetta varðar. Menn hafa þá tvo valkosti, annaðhvort að segja að einhver þjónusta sem krafist er að sé til staðar og sé góð fari þá með tilheyrandi afleiðingum, sem gæti verið kostnaður fyrir ríkið, eða að við erum í millibilsástandi sem við náum vonandi að breyta.