145. löggjafarþing — 50. fundur,  10. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[01:06]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nú er gríðarleg þróun í hugbúnaðargerð og það má vart sjá á milli ára hvernig þetta verður gert á næsta ári eða hvernig það verður útfært, þannig að því fyrr sem við byrjum þeim mun framar komumst við. Við missum af lestinni ef við byrjum ekki strax.

Annað sem ég vil minnast á er að fjallað var um bætur og laun og eins og við vitum hækka lægstu launin minnst í prósentuhækkunum. Það er staðreynd að ef laun og bætur duga ekki fyrir útgjöldum, sem er ekkert óalgengt, er það þannig að þegar hækkun á þeim bótum verður miðað við verðlag þá duga þær enn síður fyrir útgjöldum eftir hækkun, það verður meira en neikvætt. Ég mundi vilja fá athugasemdir um þá lægst launuðu, sem ég kalla svo, því að peningurinn í buddunni fyrir fólkið sem er á bótum er það sem fólkið notar til að hafa í sig og á. Það gerir engan greinarmun á því hvort það eru laun eða bætur, því er alveg sama.