145. löggjafarþing — 51. fundur,  10. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[21:30]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held nefnilega að samfélagið allt græði á því að sem flestir séu þátttakendur á vinnumarkaði, því að eins og ég sagði áðan græðir fólk svo mikið félagslega á því líka. Þess vegna held ég að það sé svo gríðarlega mikilvægt að við höfum kerfið þannig að þeir sem geta jafnvel unnið einungis 20% þess vegna, mér er sama, 10%, 20%, 30%, lendi ekki í einhvers konar skerðingum heldur fái þeir bara að njóta þess að hafa einhverjar aukatekjur. Fólk á að fá að njóta þeirra algerlega. Hins vegar er spurning um það þegar fólk er komið með háar tekjur — auðvitað er alltaf ákveðinn kostnaður sem hlýst af því að búa við einhvers konar fötlun — þar finnst mér (Forseti hringir.) að megi hugsa miklu frekar um skerðingar á lífeyri, en bara hjá þeim sem eru með góðar tekjur.