145. löggjafarþing — 52. fundur,  11. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[13:12]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég skil þetta eiginlega ekki heldur.

Það er annað mál sem mig langar að ræða við hv. þingmann í mínu seinna andsvari. Hann kom reyndar ekki inn á það í ræðu sinni enda ekki hægt að koma inn á alla hluti í svona stóru máli. Ég veit samt að þetta er mál sem hv. þingmanni er hugleikið og það varðar málefni fatlaðs fólks. Það er fjallað um þetta í áliti meiri hluta hv. fjárlaganefndar sem og í minnihlutaáliti 2. minni hluta og væntanlega hjá fleirum. Það er spurningin um fjármagnið. Sveitarfélögin hafa kallað eftir meira fjármagni inn í málaflokkinn en þess sér ekki stað í þessum tillögum. Það kom fram í máli hv. formanns fjárlaganefndar, Vigdísar Hauksdóttur, að viðræður séu í gangi milli ríkis (Forseti hringir.) og sveitarfélaga. Er þingmaðurinn mér sammála um að við verðum að fá það á hreint hvort aukið fjármagn eigi að koma inn áður en þessari umræðu um fjárlagafrumvarpið er lokið?