145. löggjafarþing — 52. fundur,  11. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[13:17]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Þetta var um fjárfestingarnar en við þurfum líka að skoða rekstur stofnana eins og Landspítalans. Þar eru auðvitað lægri upphæðir. Hefði ekki þurft að spyrja að því áður en skattalækkanir verða samþykktar á þessu ári, skattalækkanir sem kosta 5,5 milljarða á árinu 2016 og aðra 5,5 milljarða á árinu 2017, og þær skattalækkanir sem gerðar voru í fyrra, hvaða þjónustu íbúarnir missi á móti slíkum skattalækkunum? Þeir hv. þingmenn sem samþykktu þetta og munu sennilega samþykkja einfaldara en óréttlátara skattkerfi hafa ekki svarað þeirri spurningu. Voru þeir um leið að samþykkja að ekki yrði sett meira inn í Landspítalann, að aldraðir og öryrkjar yrðu skildir eftir (Forseti hringir.) o.s.frv.?