145. löggjafarþing — 52. fundur,  11. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[17:09]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Varðandi fyrri spurninguna vona ég að menn séu að tala saman í hliðarherbergjum og reyna að finna út hvernig hægt er að bæta kjör aldraðra og öryrkja þannig að einhver sómi sé að.

En varðandi byggðamálin og sóknaráætlunina, já, það verður ruglingslegt þegar búið er að setja allt í einn pott og sjálfsagt er það til að reyna að sýna hærri tölu. Raunaukningin er samt ekki mikil þarna inn og við ættum auðvitað að setja mun meira.

Minni hlutinn leggur til 400 milljónir í sóknaráætlun til viðbótar því sem fyrir er og það er ágætt skref. Til þess að landshlutarnir gætu tekið á sannfærandi hátt þátt í fjárlagagerðinni með eyrnarmerktum peningum til sín þarf þessi upphæð að vera hærri en 1 milljarður.