145. löggjafarþing — 54. fundur,  14. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[23:11]
Horfa

Karl Garðarsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég verð fyrir svolitlum vonbrigðum með að þingflokksformaður Bjartrar framtíðar skuli ekki hafa skýrari stefnu um málefni Ríkisútvarpsins sem er sífellt í umræðunni í þingsölum. Telur til dæmis hv. þingmaður réttlætanlegt að halda Rás 2 úti? Er réttlætanlegt að Ríkisútvarpið útvarpi og sjónvarpi afþreyingarefni? Er réttlætanlegt að Ríkisútvarpið sé á auglýsingamarkaði í samkeppni við einkastöðvar?

Þetta eru brennandi spurningar sem hv. þingflokksformaður hlýtur að hafa einhverjar skoðanir á.