145. löggjafarþing — 54. fundur,  15. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[00:08]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Síðan hefur verið hrært vel í skattumhverfinu og skattar lækkaðir hjá hinum tekjuháu. Það á að fækka skattþrepum næstu tvö ár úr þremur í tvö. Óttast hv. þingmaður ekki afleiðingar þess í framhaldinu, hvaða breytingar fækkun skattþrepa geti gert á kjörum þeirra sem eru með lægri laun, hafa þurft að taka á sig miklar hækkanir í formi matarskatts og hafa alls ekki notið þeirra skattalækkana sem fyrst og fremst hafa runnið til þeirra tekjuháu? Sér hv. þingmaður einhverjar mótvægisaðgerðir fyrir þá tekjulágu í umhverfinu til að bæta (Forseti hringir.) kjör þeirra með einhverjum hætti?