145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[17:36]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég vil bæta við það sem ég sagði áðan að mér finnst mjög sorglegt að það lítur út fyrir að engar af þeim sameiginlegu tillögum sem við lögðum fram í minni hlutanum verði samþykktar. Mér finnst líka mjög sorglegt að vita til þess að ekkert hefur komið fram og ekkert hefur heyrst í hæstv. menntamálaráðherra um hvort útvarpsgjaldið verði lækkað eða hvort tillaga ráðherrans verði samþykkt á milli umræðna. Mér finnst mjög vont þegar stórum hópum samfélagsins er haldið í einhvers konar limbói. Það hefur gerst gagnvart öldruðum og öryrkjum. Það hefur gerst gagnvart Ríkisútvarpinu og það hefur gerst gagnvart sjúklingum landsins, því að ástandið á Landspítalanum er mjög hættulegt og háskalegt. Ekki er brugðist við því á nægjanlega skilvirkan máta í þessum fjárlögum og það er miður.