145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[18:30]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti vill minna á, vegna þess að við erum komin þar sögu að gera má ráð fyrir allmörgum atkvæðaskýringum, að sú regla er í gildi að þeir sem kveðja sér hljóðs og vilja gera grein fyrir atkvæði sínu eftir að umræðan er hafin undir þeim dagskrárlið eru einfaldlega of seinir. Það er ekki hægt að gefa þeim orðið. Þetta er samkvæmt þingsköpum, eins og hv. þingmenn vita, og alltaf gott að rifja það upp.