145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[19:59]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Þó að tölurnar frá meiri hlutanum í frumvarpinu og í breytingartillögum hækki er það vegna þess að verið er að setja fleiri verkefni undir sóknaráætlunina. Við í minni hlutanum leggjum til að við bætist 400 millj. kr. Auðvitað þyrfti þetta að vera mun hærra. Þetta þyrfti að vera nær 1,5 milljörðum ef landshlutarnir ættu í raun að geta komið með reisn að gerð fjárlagafrumvarps, eins og hugmyndin var í upphafi, og forgangsraða verkefnum í sinni sveit. Þetta er byrjun og byggðastefna sem ætti að vera sómi að. Ég var mjög hissa að sjá marga hv. stjórnarþingmenn ganga úr salnum þegar verið er að greiða atkvæði um slíkt hagsmunamál fyrir landsbyggðirnar.