145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[21:41]
Horfa

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Fyrir síðustu kosningar fékk hver einasti eldri borgari á Íslandi bréf undirritað af Bjarna Benediktssyni, núverandi hæstv. fjármálaráðherra, þar sem því var heitið að það yrði fyrsta verk Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn (Gripið fram í.) að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja. (Gripið fram í: Það hefur verið staðið við það.) Nú fá viðtakendur þessa sama bréfs að sjá hvaða hugur fylgdi máli. Nú horfa þeir upp á stjórnarþingmennina einn af öðrum segja nei við því að aldraðir og öryrkjar fái sömu hækkun og aðrir á sama tíma og aðrir, segja nei við þeirri sjálfsögðu sanngirniskröfu sem við ættum ekki að þurfa að leggja nótt við dag til að rökræða hér. Þetta segir allt sem segja þarf um viðhorfið hér á búgarði dýranna, Animal farm, (Gripið fram í.) þar sem öll dýrin eiga að vera jöfn (Forseti hringir.) en sumir bara jafnari en aðrir. (Gripið fram í.) (Gripið fram í: … standa við …)

Ég segi já.