145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[21:52]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Forseti. Vil ég að aldraðir og öryrkjar njóti sömu kjarabóta og annað fólk í landinu? Já, ég vil það. Þess vegna segi ég já við þessari breytingartillögu. Vil ég reyna að draga aðeins úr því misskiptingarfrumvarpi sem þetta fjárlagafrumvarp er? Já, ég vil það. Þess vegna segi ég líka já við þessari breytingartillögu. Vil ég, virðulegur forseti, að í þessu þjóðfélagi ríki sátt og samlyndi, sátt og samlyndi milli okkar allra, milli kynslóða? Já, virðulegi forseti. Þess vegna segi ég líka já við þessari breytingartillögu.