145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[22:28]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg):

Herra forseti. Ekki er hægt að líta öðruvísi á þessa tillögu en sem sanngjarna og eðlilega. Hún hefur verið rökstudd af forsvarsmönnum spítalans, útskýrð með lýðfræðilegum orsökum, kjarasamningum og að sjálfsögðu viðhaldsþörfinni sem öllum er ljós. Og það er hálfkúnstugt að heyra hv. þingmenn stjórnarmeirihlutans tala eins og hér sé lýðskrum á ferð. Ég hef ekki heyrt nokkurn mann andmæla þessum rökum.

Ég segi já við þeirri tillögu að koma til móts við sanngjarnar kröfur Landspítalans, koma í veg fyrir framtíðarvanda sem annars mun verða til. Þess vegna styð ég þessa tillögu og ég styð það að við forgangsröðum heilbrigðismálum ofar eins og raunar meiri hluti þjóðarinnar hefur ítrekað lýst vilja sínum til. Ég segi já.