145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[23:10]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F):

Hæstv. forseti. Ég kem aðallega hingað upp vegna þess liðar er varðar leiguíbúðir. Ég vil almennt séð fagna þeim 1,5 milljörðum sem settir eru í það átak núna. Þetta er hluti af þeim 2.300 íbúðum sem byggðar verða á næstu fjórum árum og þetta eru fyrstu skrefin í nokkur hundruð íbúðum sem áætlað er að byggja á næsta ári fyrir efnaminni leigjendur. Þetta er gríðarlega mikilvægt vegna þeirrar miklu húsnæðisþarfar sem er á leigumarkaði. Þetta er því gott og vel unnið verk og ber að þakka ríkisstjórninni og hæstv. velferðarráðherra fyrir þau veigamiklu skref.