145. löggjafarþing — 57. fundur,  17. des. 2015.

dagskrá næsta fundar.

[11:02]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Þessi ríkisstjórn er nú búin að sitja í tvö og hálft ár og ákvað í upphafi kjörtímabils að nefna einn ráðherra húsnæðismálaráðherra. Það hefur tekið þau allan þennan tíma að koma tillögum inn í þingið, tillögum sem beðið er eftir. Í þokkabót laug Framsóknarflokkurinn að leigjendum þegar hann sagðist ætla að bæta þeim upp hækkun á matarskatti með hækkun húsaleigubóta. Það hefur ekki gengið eftir.

Hæstv. húsnæðismálaráðherra virðist ekki fá mikinn stuðning úr eigin flokki. Hún var látin vera í þeirri niðurlægjandi stöðu að fá ekki málin út úr fjármálaráðuneytinu og enginn af ráðherrum Framsóknarflokksins, hvað þá formaður flokksins, virtist reyna að verja hana í því máli. Nú eru málin loksins komin inn í þingið. Nei, þá er ekki hægt að taka það á dagskrá því að það þarf að þjóna lund eins karlanna (Utanrrh.: Jæja.) og hans mál þarf að vera í forgangi. Þetta er forkastanlegt, hæstv. forseti.