145. löggjafarþing — 57. fundur,  17. des. 2015.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2016.

2. mál
[18:28]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta efh.- og viðskn. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Við hv. þingmaður erum sammála um að það hlýtur að vera verkefnið. Nú er ég þeirrar skoðunar að hagkerfi okkar sé eiginlega of lítið. Hættan er sú að krónan ráði ekki við þetta. Mig langar til að spyrja hv. þingmann sem spekúlerar mikið í þessu hvort hann kunni einhver þau fiff í efnahagsstjórn sem geta komið í staðinn fyrir það að við verðum hluti af stærra myntsvæði og að þenslan verði ekki svo mikil að krónan bólgni út. Svo endi þetta allt saman með því að enn ein gengisfellingin verði og fjármunir fluttir aftur frá fólkinu til fyrirtækjanna, frá sem minna hafa til hinna ríku, og auki enn á þá misskiptingu sem þessar breytingar á tekjuskatti og öllu hér sem hv. þingmaðurinn er að mæla fyrir veldur í þjóðfélaginu. Kann þingmaðurinn einhver ráð?