145. löggjafarþing — 58. fundur,  18. des. 2015.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2016.

2. mál
[11:11]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Alvarlegasta efni þessa frumvarps eru breytingarnar á tekjuskattskerfinu sem draga úr tekjujöfnunarhlutverki tekjuskattskerfisins. Jöfnuður í þjóðfélaginu mun þess vegna minnka. Það er vont. Rannsóknir sýna að jöfnuður í þjóðfélaginu býr ekki bara til réttlátara þjóðfélag heldur er hann líka góður fyrir efnahagskerfið. Hagvöxtur eykst í slíku kerfi. Þess vegna greiðum við atkvæði gegn þessum breytingum á tekjuskattskerfinu. Það hefði mátt ná fram stuðningi við atvinnulífið til að hækka laun fólksins í landinu sem þurfa að hækka eins og þau eru sem betur fer að gera núna með því að breyta tryggingagjaldinu.

Þetta er vond aðferð eins og því miður svo margt sem kemur frá þessari ríkisstjórn.