145. löggjafarþing — 59. fundur,  19. des. 2015.

fjáraukalög 2015.

304. mál
[10:53]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Forseti. Hér eru greidd atkvæði um það hvort aldraðir og öryrkjar eigi að njóta sömu kjarabóta og annað fólk í landinu. Það er móðgun við allt hugsandi fólk og sérstaklega þó þessa hópa að segja að 9,7% hækkun frá 1. janúar sé afturvirk þegar hér er verið að tala um að það þurfi 10% frá 1. maí 2015. Það er líka móðgun við allt hugsandi fólk, og sérstaklega þessa hópa, að þylja upp einhverja fjárlagaliði sem verða á næsta ári en koma ekki því við sem þetta fólk fær til að lifa af í hverjum mánuði.

Ég segi já.