145. löggjafarþing — 59. fundur,  19. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[17:48]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Eins og við höfum gert grein fyrir er hér hvergi nærri nógu langt gengið og ekki hægt að greiða atkvæði um þessi tillögu meiri hlutans. (Gripið fram í: Greiða atkvæði …) Þó er ástæða til að fagna því að starfið hér í haust hafi skilað þeim árangri að 1 milljarður sé lagður til fráflæðis frá Landspítalanum sem og ástæða til að fagna þeim áfanga og þeim sem lagt hafa hönd á plóg við að knýja þetta fram hjá ríkisstjórninni fyrir utan stjórnarandstöðuna, auðvitað fyrst og fremst almenningur í landinu og samtök sjúkra og annarra þeirra sem hafa verið í uppnámi haust eftir haust eftir sífellda og margítrekaða aðför ríkisstjórnarinnar að Landspítalanum.

Enn og aftur er ríkisstjórnin hrakin til baka, þó að í litlu sé, og fagna má þessum milljarði þó að hann sé hvergi nærri nóg.