145. löggjafarþing — 65. fundur,  21. jan. 2016.

reglugerð um árstíðabundna vöru.

[10:41]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Ég veit ekki alveg hvort það var einhver kaldhæðni í þessu hjá hæstv. ráðherra, að þetta væri stórmál. Þetta er stórmál. Matarsóun er alvarlegt mál. Það er talað um að einn þriðji af þeim matvælum sem eru framleidd í heiminum endi með einum eða öðrum hætti sem úrgangur, frá akrinum og allt þar til búið er að framleiða bjórinn og honum er hellt niður. Þannig að við eigum að bregðast við alls staðar þar sem við getum til að minnka matarsóun.

Ég skildi hæstv. ráðherra þannig að hann ætlaði að ganga í málið, ég vildi gjarnan fá skýrt svar við því eða hvort ég þurfi að fylgja þessu eftir með skriflegri fyrirspurn.