145. löggjafarþing — 65. fundur,  21. jan. 2016.

skert póstþjónusta í dreifbýli.

[10:55]
Horfa

innanríkisráðherra (Ólöf Nordal) (S):

Virðulegi forseti. Ég hafna því algerlega að hér sé um að ræða eitthvert sérstakt skilningsleysi á aðstæðum landsbyggðarinnar hjá mér, ég hafna því algerlega. Það er þannig vegna bögglaþjónustu — hv. þingmaður nefndi það sérstaklega í fyrri spurningu sinni að menn þyrftu stundum á tilteknum hlutum að halda — að ekkert kemur í veg fyrir það með þessari breytingu að menn fái slíka þjónustu samstundis. Það er mikill misskilningur ef hv. þingmaður heldur að svo sé. Mér finnst, og ætla að ítreka það, býsna langt gengið þegar því er haldið fram að með því að gera breytingar af þessu tagi sé með sérstökum og nánast skipulegum hætti verið að ráðast gegn landsbyggðinni. Það er algerlega fráleitt og ég hafna því alfarið. (LRM: Lakari þjónusta.)