145. löggjafarþing — 90. fundur,  17. mars 2016.

Seðlabanki Íslands.

420. mál
[11:20]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég óska hæstv. fjármálaráðherra til hamingju með að loksins sé verið að leiða þetta mál til lykta. Það er búið að breytast mikið í meðförum nefndarinnar, sér í lagi vegna þess að upphaflega frumvarpið stangaðist á við góða stjórnsýslu. Ég tel breytingarnar vera af hinu góða. Ég vil þakka hv. efnahags- og viðskiptanefnd undir forustu hv. þm. Frosta Sigurjónssonar fyrir gott starf. Ég mun styðja þær breytingar sem nefndin hefur gert, en ég mun sitja hjá við afgreiðslu frumvarpsins sjálfs.